Starfsmenn

Markmið okkar er að eiga ánægjuleg viðskipti á öllum sviðum þar sem báðir aðilar hagnast og ganga sáttir frá borði.

Magnús Einarsson

Eigandi og framkvæmdastjóri

Magnús Einarsson, eigandi og framkvæmdastjóri hefur meira en 20 ára reynslu af fasteignafjárfestingum. Magnús starfaði lengi á fasteignasölumarkaði sem löggiltur fasteignasali og eigandi Landmark fasteignasölu. Magnús er menntaður löggiltur fasteignasali, viðskiptafræðingur og MBA frá Háskóla Íslands.

Einar Símonarson

Fjármálastjóri og lögfræðingur

Einar Símonarson, fjármálastjóri og lögfræðingur hefur áratuga reynslu af rekstri fyrirtækja og stofnana, lána og fjármálastarfsemi. Einar er lögfræðingur frá Háskóla Íslands, viðskiptafræðingur, MBA frá London School of Economics og löggiltur verðbréfamiðlari.